Gogoyoko lokar — Atmo tekur við

Vefsíðu íslensku tónlistarveitunnar Gogoyoko hefur verið lokað en tónlistarveitan Atmo Select tekur við kyndlinum. Þetta kemur fram á Mbl.is. Ívar Kristjánsson, fram­kvæmda­stjóri Atmo Select, segir í samtali við Mbl.is að Gogoyoko hafi ekki náð að fylgja þjónustu sinni eftir með nægilegri markaðssetningu á erlendis.

Atmo Select býður upp á sérsniðnar tónlistarlausnir fyrir fyrirtæki og þjónustar meðal annars Smáralind, Krónuna, Ari­on banka, Saffr­an, Elko, Voda­fo­ne og Slipp­bar­inn. Fyrirtækið er á leiðinni í útrás til Hollands og Þýskalands.

„Þegar þú kem­ur inn í ný­lendu­vöru­versl­un og geng­ur fram hjá ávaxta­borðinu finn­urðu ávaxta­lykt­ina og það verður til ein­hvers kon­ar upp­lif­un. Tón­list­in get­ur einnig verið stór þátt­ur og skap­ar ákveðna stemn­ingu sem get­ur stutt við ímynd fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir Ívar í samtali við Mbl.is.

Auglýsing

læk

Instagram