Greta Salóme virðist pollróleg yfir forsíðumynd Fréttablaðsins í vikunni þar sem sást í rassinn á henni. Á mbl.is kemur fram að hún kippi sér ekkert upp við myndbirtinguna.
„Boðskapur lagsins er að hunsa neikvæðar raddir og að vera jákvæð rödd sjálfur. Ég er sannfærðari núna en nokkurn tímann áður um að þetta sé nauðsynlegur boðskapur,“ segir hún á mbl.is.
Myndbirtingin hefur heldur betur ýtt undir það og ég hef verið ótrúlega ánægð með hvernig umræðan þróaðist og það styrkti okkur í þeirri trú að keppnin er ekki aðalatriðið heldur boðskapurinn. Ég kippi mér ekki upp við þetta í eina sekúndu.
RÚV greindi frá því í vikunni að myndin hafi verið fjarlægð úr myndasafni Eurovision vegna þess að íslenska hópnum hafi fundist hún óviðeigandi og að keppnin hafi beðið Gretu afsökunar.