today-is-a-good-day

Grunaður um að tæla börn í Árbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld einstakling sem grunaður er um að hafa verið að tæla börn í Árbæ. Frá þessu er greint í dagbókarfærslu frá lögreglunni. Viðkomandi var færður í fangageymslu lögreglu, sem hefur málið til rannsóknar.

Þá var tilkynnt um einstakling með hníf á lofti í póstnúmeri 105, en nánari staðsetning er ekki tilgreind í skeyti lögreglunnar. Þegar lögreglu bar að garði var viðkomandi farinn af vettvangi, en gaf sig fram stuttu síðar. Að svo búnu var hann handtekinn og færður í fangaklefa. Lögregla er nú með málið til rannsóknar.

Lögregla er sömuleiðis með heimilisofbeldismál í Garðabæ til rannsóknar, eftir að tilkynnt var um það. Einn var handtekinn vegna þess og færður í fangageymslu.

Þá var tilkynnt um hugsanlegt mengunarslys í Kópavogi, þar sem olía lak úr röri. Lögregla er með það mál til skoðunar.

Þá var tilkynnt um unglinga að gera dyraat í Vesturbæ, en ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort það sé í sérstakri rannsókn.

Auglýsing

læk

Instagram