Guðni Th. skutlaði Sölva og Tristani heim úr sundi: „Ég kem á forsetabílnum eftir smá stund“

Auglýsing

Vinirnir Sölvi Reyr Magnússon og Tristan Marri Elmarsson fengu far heim úr sundi í gær með Guðna Th. Jóhanessyni. Mamma annars þeirra ætlaði að sækja þá en seinkaði aðeins og þegar Tristan sá forsetann við laugina fór hann til hans og bað hann um far heim. Guðni tók vel í það.

Þetta kemur fram á mbl.is.

„Mamma, þú þarft ekki að sækja mig í sund ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja og hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim. Svo mamma, þú þarft ekki að sækja mig, ég kem heim á forsetabílnum eftir smá stund,“ sagði Tristan við mömmu sína þegar hann hringdi í hana til að láta hana vita.

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, mamma Tristans, hélt reyndar að hann væri að grínast. Hún var þó fljót að átta sig á því að svo var ekki þar sem forsetabíllinn renndi fljótlega inn götuna með þá Tristan, Sölva og Guðna innanborðs.

Auglýsing

„Hvar í veröldinni myndi þetta gerast annars staðar en hér og með Guðna? Óborganlegt!,“ sagði Rakel Ósk.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram