Gunnar horfði á landsleik í fótbolta og sá að hann hafði flúrað meira en helminginn af byrjunarliðinu

Gunnar Valdimarsson er einn fremsti „portrait“-húðflúrari heims og er með hátt í 50 þúsund like á Instagram-síðu sinni, þar sem hann birtir verk sín. Gunnar var í viðtali við þá Frosta og Mána í Harmageddon þar sem hann fór um víðan völl. Þar kom meðal annars fram að Gunnar hefur flúrað stóran hluta af íslenska fótboltalandsliðinu.

Sjá einnig: Kom Ragnhildi Steinunni á óvart og málaði af henni mynd: „Mig langaði bara svo að þakka fyrir mig“

Auglýsing

Gunnar á húðflúrstofu í Osló en er þrátt fyrir það einn eftirsóttasti húðflúrari landsins. Strákarnir í fótboltalandsliðinu eru margir hverjir mjög hrifnir af Gunnari og hafa nokkrir leikmenn liðsins fengið hann til að skreyta sig. Aron Einar, Ari Freyr Skúlason, Rúrik Gíslason og Arnór Ingvi hafa t.a.m. allir fengið sér flúr hjá Gunnari.

„Ég horfði á landsleik um daginn þar sem meira en helmingurinn af byrjunarliðinu var fólk sem ég hafði tattoo-að. Það var helvíti skemmtilegt.“ sagði Gunnar í Harmageddon. 

Aðspurður um laun í húðflúrbransanum í Noregi segist Gunnar ekki hafa yfir neinu að kvarta. „Maður á eitthvað í sparigrísnum, það er ekki það,“ sagði Gunnar en viðtalið í heild má heyra hér.

Emil Hallfreðsson skartar þessari glæsilegu mynd af pabba sínum eftir Gunnar

Fyrirliðinn er með rosalegt flúr á bakinu sem Gunnar gerði

Arnór Ingvi skartar þessu

Bakvörðurinn knái, Ari Freyr er með glæsilegt flúr eftir Gunnar

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing