Gunnar Nelson berst við Edwards í London

Auglýsing

Næsti bardagi Gunnars Nelson í UFC fer fram 16. mars í London en þá mun Gunnar mæta Englendingnum Leon Edwards í einum af aðalbardögum kvöldsins. Brett Okomoto, íþróttafréttamaður ESPN greindi frá þessu á Twitter síðu sinni í gær.

Sjá einnig: Hjón frá bænum Nelson í Kanada skírðu barnið sitt Gunnar

Gunnar sigraði Brasilíumanninn Alex Oliveira í desember í blóðugum bardaga. Hann lýsti yfir áhuga á því að berjast við Edwards eftir þann slag.

Edwards er á mjög góðu skriði en hann hefur nú unnið síðustu sex bardaga sína. Hann barðist síðast í júní á síðasta ári og sigraði þá gegn Donald Cerrone.

Auglýsing

Aðalbardagi kvöldsins verður á milli þeirra Darren Till og Jorge Masvidal.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram