Gylfi Sigurðsson launahæsti íslenski íþróttamaðurinn: Með 660 milljónir króna í árslaun

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og Íþróttamaður ársins 2016 þénar 660 milljónir króna á ári samkvæmt lista Viðskiptablaðsins. Í blaðinu eru birt nöfn 25 launahæstu íslensku íþróttamannana árið 2017.

Á listanum sem sjá má hér að neðan eru knattspyrnumenn afar áberandi en handboltamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson eru þeir einu á listanum sem spila ekki fótbolta. Athygli vekur að engin kona er á listann.

Launatölurnar sem birtast í listanum eru laun fyrir skatta.

25 launahæstu íslensku atvinnumennirnir 

  • Gylfi Þór Sigurðsson (Everton) um 660 milljónir króna 
  • Aron Jóhannsson (Werder Bremen) um 200 milljónir króna 
  • Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) um 180 milljónir króna 
  • Birkir Bjarnason (Aston Villa) um 170 milljónir króna 
  • Ragnar Sigurðsson (Fulham/Rubin Kazan) um 150 milljónir króna 
  • Alfreð Finnbogason (Augsburg) um 150 milljónir króna 
  • Sverrir Ingi Ingason (Rostov) um 140 milljónir króna 
  • Aron Einar Gunnarsson (Cardiff) um 135 milljónir króna 
  • Kolbeinn Sigþórsson (Nantes) um 130 milljónir króna 
  • Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv) um 125 milljónir króna 
  • Jón Daði Böðvarsson (Reading) um 110 milljónir króna 
  • Emil Hallfreðsson (Udinese) um 80 milljónir króna 
  • Hörður Björgvin Magnússon (Bristol) um 75 milljónir króna 
  • Aron Pálmarsson (Barcelona/handbolti) um 60 milljónir króna 
  • Rúrik Gíslason (Nurnberg) um 50 milljónir króna 
  • Guðjón Valur Sigurðsson (Rhein Neckar Löwen/handb). um 50 m. 
  • Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshoppers) um 45 milljónir króna 
  • Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg) um 45 milljónir króna 
  • Björn Bergmann Sigurðarson (Molde) um 45 milljónir króna 
  • Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor) um 45 milljónir króna 
  • Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich) um 45 milljónir króna 
  • Ari Freyr Skúlason (Lokeren) um 40 milljónir króna 
  • Kári Árnason (Aberdeen) um 40 milljónir króna 
  • Hannes Þór Halldórsson (Randers) um 30 milljónir króna 
  • Arnór Ingvi Traustason (Malmö) um 30 milljónir króna 
Auglýsing

læk

Instagram