Hall­dór Helga­ til­nefndur sem snjó­bretta­maður ársins

Akureyringurinn Halldór Helgason er tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins annað árið í röð af vinsælasta og virtasta tímaritinu í snjóbrettaheiminum, Transworld Snowboarding.

Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda tímaritsins ásamt því að vera tilnefndur fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims.

Atriðið sem Halldór er tilnefndur fyrir er úr myndinni The Futurue of Yesterday, sem kom út i haust. Sú mynd er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins en bróðir Halldórs, Eiríkur Helgason, er einnig með atriði í myndinni.

Þeir sem tilnefndir eru sem snjóbrettamenn ársins eru auk Halldórs þeir Torstein Horgmo, Kazu Kokubo, Eric Jackson og Austin Sweetin. 

Auglýsing

læk

Instagram