today-is-a-good-day

Handboltakappinn Sigfús Sigurðsson opnar fiskbúð: „Þetta á vel við mann eins og mig“

Fyrrverandi handboltakappinn og silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson hefur fest kaup á fiskversluninni Hafinu í Skipholti. Verslunin heitir nú Fiskbúð Fúsa og opnar undir stjórn Fúsa á mánudaginn. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Í samtali við Vísi segist Fúsa lengi hafa dreymt um að opna fiskbúð. Nú er sá draumur loks að verða að veruleika. „Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma,“ sagði Fúsi í samtali við Vísi.

Fúsi er líklega þekktastur fyrir afrek sín á handboltavellinum en hann lék með landsliði Íslands í mörg ár. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk,“ sagði Fúsi.

Auglýsing

læk

Instagram