today-is-a-good-day

Heiða Rún á sviði í West End

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er þekkt erlendis, er komin með nýtt starf á leiksviðinu en hún tilkynnti á dögunum að hún væri hætt í sjónvarpsþáttunum Poldark.

Heiða yfirgaf sjónvarpsþættina vinsælu Poldark eftir fjórar þáttaraðir en er komin með nýtt starf. Hún mun fara með hlutverk í leikritinu Foxfinder sem frumsýnt verður í Ambassadors leikhúsinu í West End í London í september. Heiða mun meðal annars leika á móti Iwan Rheon sem fór eftirminnilega með hlutverk hins illa Ramsay Bolton í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

Sjá einnig: Heiða Rún hættir í sjónvarpsþáttunum Poldark

Leikritið var fyrst sýnt í Finborough leikhúsinu árið 2011 og fjallar um William Bloor (Rheon) refafangara sem er sendur á sveitabæ til þess að rannsaka refaplágu en hann stendur frammi fyrir fleiri spurningum en svörum.

Heiða er ekki ókunn leiksviðinu í Bretlandi en hún hefur áður tekið þátt í uppsetningum á leikritinu Scarlet í Southwark Playhouse leikhúsinu og leikritinu Top Girls í Trafalgar Studios leikhúsinu.

Foxfinder verður sýnt í Ambassadors leikhúsinu frá 6. september næstkomandi fram til 5. janúar á næsta ári. Hægt er að nálgast miða á leikritið hér.

 

Auglýsing

læk

Instagram