Róandi myndbönd sem Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir birtir á Youtube-rásinni Nordic Whisper nálgast milljón áhorf og áskrifendurnir eru komnir yfir 15 þúsund. Horfðu á vinsælasta myndbandið hennar hér fyrir ofan.
Í umfjöllun á Vísi kemur fram að með myndböndunum vilji Ingibjörg kalla fram svokallaða ASMR-tilfinningu í fólki. ASMR stendur fyrir Autonomous sensory meridian response og takmarkið með slíkum myndböndum er að kveikja hjá áhorfandanum ósjálfráð viðbrögð líkamans eins og fiðring upp mænuna og bakið, kítl í hálsinn eða láta hárin til að rísa. Í samtali við Vísis segist Ingibjörg kalla myndböndin heilakitl.
Ingibjörg birti fyrsta myndbandið fyrir rúmu ári og áhorfunum hefur fjölgað jafnt og þétt. Áhorfin á vinsælasta myndbandið eru til að mynda komin yfir 300 þúsund og önnur myndbönd eru með um þrjú þúsund upp í rúmlega 150 þúsund áhorf.
Í viðtalinu á Vísi segist hún í dag vera farin hafa alvörutekjur af myndböndunum. Tekjurnar koma frá Youtube ásamt því að hún tekur 10 þúsund krónur fyrir að gera sérstök myndbönd fyrir fólk. Þá fær hún frjáls framlög á Paypal. „Núna fyrst af alvöru er ég að fá tekjur. Eftir síðasta mánuð sá ég að þetta væri raunhæfur valkostur, þ.e.a.s að gera þetta að mínu aðalstarfi,“ segir Ingibjörg á Vísi.
Þess vegna er ég núna að vinna mun meira í þessu til þess að byggja fylgjendafjöldann upp og þar með fjölda áhorfa, sem skilar sér svo í auglýsingatekjum.
Þá segir hún að verslanir hafi samband og boðið sér vörur eða gjafabréf gegn vörupoti í myndböndunum.