Auglýsing

Heimsþekktur töframaður sakar Einar Mikael um að svíkja sig um laun fyrir töfrasýningar

Bandaríski töframaðurinn Shin Lim sakar töframanninn Einar Mikael um að hafa svikið sig um laun upp á nokkur hundruð þúsund krónur í laun fyrir töfrasýningar hér á landi. Einar Mikael hafnar þessu og sakar Shin um ófagmennsku. Þetta kemur fram á vef DV.

Shin Lim er heimsþekktur töframaður og var staddur hér á landi í síðustu viku. Hann kom nokkrum sinnum fram á vegum Einars Mikaels en segir sýningarnar hafa verið illa sóttar. Hann yfirgaf landið því fyrr en áætlað var og segir í samtali við DV að það hafi verið vegna þess að honum var ljóst að hann fengi ekki greitt eins og samið var um.

„Ég komst að því að Einar Mikael er maður sem lofar upp í ermina á sér,“ segir Shin í samtali við DV en hann átti eftir að koma fram á Ásbrú þegar hann yfirgaf landið. Shin segir í frétt DV að loforð um hótelgistingu hafi ekki staðist og að hann hafi gist heima hjá vini Einars Mikaels.

Þessu hafnar Einar Mikael í samtali við DV og bendir á kvittanir um millifærslur sem sýna þrjár greiðslur til Shin upp á samtals níu þúsund dali. Þá segir hann ekki rétt að Shin gist heima hjá vini sínum, heldur hafi honum verið útveguð íbúð. Shin segir að þrátt fyrir að kvittanirnar sýni millifærslur til hans eigi Einar Mikael eftir að greiða honum 11 þúsund dali og því hafi hann ákveðið að flýta heimförinni.

Einar Mikael útskýrir á vef DV að það hafi ekki gengið upp að fá styrki fyrir sýningunum. „Við ætluðum að leggja upp með að fá styrki til að láta þetta ganga upp en við fengum ekki spons eins og við vonuðumst til,“ segir hann.

Þrátt fyrir þetta þá telur Einar Mikael að Shin hafi skemmt sér vel á Íslandi. „Þetta gekk mjög vel og ég held að hann hafi bara skemmt sér mjög vel á Íslandi. Við fórum með hann um Suðurlandið og sýndum honum helstu náttúruundur okkar,“ segir hann á vef DV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing