Hjónin David Allen Turpin og Louise Anna Turpin voru handtekin á sunnudag, eftir að lögregla fann 13 börn þeirra innilokuð á heimili þeirra í Kaliforníu. Börnin voru á aldrinum tveggja til 29 ára og voru mjög illa haldin af vannæringu. Þau David og Louise hafa verið kærð fyrir pyntingar.
Í tilkynningu frá sýslumannsembættinu í Riverside-sýslu sem fer með rannsókn málsins segir að lögreglumenn hafi fundið mörg börn hlekkjuð við rúm sín með keðjum í dimmum og illa lyktandi herbergjum.
Upp komst um hjónin þegar 17 ára dóttir þeirra tókst að flýja heimilið og hafa samband við lögregluna. Í frétt Telegraph segir frá því að stúlkan hefði verið illa haldin og litið út fyrir að vera tíu ára gömul.
Börnin tólf dvelja nú öll á sjúkrahúsi.