Heppin að vera á lífi eftir árekstur í Ljósavatnsskarði, náði skelfilegu myndbandi af árekstrinum

Harður árekstur varð í Ljósavatnsskarði eftir hádegi þann 24. nóvember síðastliðinn þar sem tveir fólksbílar skullu saman. Tveir ferðamenn voru í öðrum bílnum en ökumaðurinn var einn í hinum. Báðir bílar eru gjörónýtir og eldur kom upp í öðrum þeirra, samkvæmt frétt RÚV.

Jia Yi Wong hefur birt myndband af árekstrinum sem má sjá hér fyrir ofan. „Okkur var sagt að við værum heppin að komast lífs af,“ segir hún í texta við myndbandið á Youtube. Ástæða er til að vara viðkvæma við myndbandinu.

Vísir greinir frá því að annar ferðamannanna sé gott sem útskrifaður af sjúkrahúsinu en að hinn mun liggja inni lengur eftir að hafa gengist undir tvær stórar aðgerðir. Hann er ekki í lífshættu.

Auglýsing

læk

Instagram