Hermann Hreiðars fékk sér bjór með Peter Schmeichel

Eins og Nútíminn greindi frá í gær kom danski markvörðurinn Peter Schmeichel til landsins í gær. Schmeichel er fyrrverandi markvörður danska landsliðsins og Manchester United og er hér á landi til að taka þátt í hjólreiðaáskoruninni the Fire & Ice Challenge ásamt 30 öðrum hjólreiðamönnum. Schmeichel og félagar hjóla til að safna peningum til að bæta líf ungs fólks. 

Hermann tók á móti Schmeichel og félögum á Stracta hótelinu á Hellu sem hann á og rekur ásamt föður sínum. Hann segir að það hafi verið fagnaðarfundir þegar þeir gömlu kollegarnir hittust.

Við tókum eina könnu í gærkvöldi. Hann er ambassador fyrir Manchester United og er að fara að hjóla upp á hálendið. Þau þurftu að fara vel étin og vel úthvíld í þennan túr og það var frábært að geta hjálpað.

Auglýsing

læk

Instagram