Hildur Guðnadóttir semur tónlistina fyrir nýju myndina um Jókerinn

Auglýsing

Tónskáldið og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir mun sjá um tónlistina í væntanlegri kvikmynd um Jókerinn úr teiknimyndasögunum um Leðurblökumanninn. Hildur greinir frá þessu á Facebook síðu sinni í dag.

Hildur hefur töluverða reynslu í gerð kvikmyndatónlistar en hún vann náið með Jóhanni Jóhannssyni við gerð tónlistarinnar í myndum á borð við Prisoners, Sicario og Arrival. Þá sá hún um tónlistina í framhaldsmyndinni Sicario: Day of Soldado, sem var þá hennar stærsta verkefni í Hollywood.

Kvikmyndin um Jókerinn er væntanleg í október árið 2019. Joaquin Phoenix mun leika Jókerinn í myndinni en auk hans munu leikarar á borð við Robert De Niro og Zazie Beetz leika í myndinni.

Todd Phillips leikstýrir myndinni sem mun fjalla um uppruna Jókersins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram