Hjón tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

Þau hjónin Theodór Júlíusson, leikari og Guðrún Stefánsdóttir hafa verið tilnefndir sérstakir heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Borgarleikhúsinu á mánudaginn.

Theodór og Guðrún voru heilluð af töfrum leikhússins en Theodór hóf glæstan leiklistarferil sinn í áhugaleikhúsi árið 1970 og var ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins árið 1989. Eftir að hafa numið leik við The Drama Studio London lék hann í fjölda sýninga hjá Leikfélagi Akureyrar og síðar í yfir sextíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, meðal annars á hátíðlegri opnunarsýningu Borgarleikhússins.

Theodór hefur þrisvar verið tilnefndur til íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni. Theodór sat einnig í stjórn Leikfélags Reykjavíkur í 14 ár og var útnefndur Listamaður Kópavogs árið 2014. Theodór ætti því að vera landsmönnum kunnugur en hann fór m.a. með stórleik í kvikmyndinni Hrútar, sem drykkfelldi bróðirinn Kiddi, en Hrútar fór sigurför um heiminn og vann til fjölda verðlauna á erlendum kvikmyndahátíðum og sópaði að sér Edduverðlaunum hér heima.

Guðrúnu Stefánsdóttur er líst sem “vandaðri, skemmtilegri, vinnusamari og ósérhlífni” í sérstakri fréttatilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Guðrún hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins. Þá starfaði Guðrún einnig við veitingasölu í leikhúsinu í tvo áratugi og segir Leikfélag Reykjavíkur það mikla gæfu að hafa verið samferða Guðrúnu í þrjá áratugi.

Auglýsing

læk

Instagram