Meðlimir hljómsveitarinnar OneRepublic eru staddir hér á landi. Heimildir Nútímans herma að þeir séu að leika í auglýsingu fyrir Bose sem verður tekin upp í Hörpu og Pegasus framleiðir.
One Republic var stofnuð í Colorado í Bandaríkjnum árið 2002 og er búin að senda frá sér þrjár breiðskífur. Hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda og er eflaust þekktust fyrir þetta lag hér, Counting Stars.
Hljómsveitin virðist einnig vera við upptökur hér á landi og hefur birt myndir og myndbönd á Twitter
Studio B Iceland pic.twitter.com/n7AltGAVkf
— OneRepublic (@OneRepublic) August 17, 2016