H&M biðst afsökunar og tekur umdeilda peysu úr sölu: „Við höfum gert stór mistök“

Sænski verslunarrisinn H&M hefur beðist afsökunar á að hafa markaðssett og selt peysu sem á stendur „Svalasti apinn í frumskóginum.“ Eins og Nútíminn greindi frá í gær hafa margir sakað keðjuna um rasisma eftir að drengur sem er dökkur á hörund var notaður til að auglýsa peysurnar.

Sjá einnig: Saka H&M um að selja rasíska hettupeysu á börn

Auglýsing

Í yfirlýsingu sem Anna Margrét Gunnarsdóttir hjá samskiptadeild H&M á Íslandi og í Noregi sendi Nútímanum kemur fram að fyrirtækið harmi þessi mistök.

„Við hjá H&M hörmum að þessi mynd hafi verið tekin og við biðjumst innilegrar afsökunar. Við höfum gert stór mistök og því höfum við ákveðið að bæði fjarlægja myndina af öllum okkar miðlum og sömuleiðis taka peysuna úr sölu,“ segir í yfirlýsingunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing