Hrím borgaði karlmanni hærri laun en konu og braut þannig jafnréttislög

Auglýsing

Hrím hönnunarhús braut jafnréttislög þegar kvenkyns starfsmaður fékk greidd lægri laun en karlkyns samstarfsmanni hennar. Hún fékk greiddar 1.700 krónur á tímann í dagvinnu á föstum vöktum en 2.300 krónur í yfirvinnu. Karlmaðurinn fékk aftur á móti 2.000 krónur á tímann í dagvinnu og 2.500 krónur í yfirvinnu. Vísir greinir frá þessu.

Þegar konan komst að þessu fór hún fram á að fá jafn fá laun og karlmaðurinn. Því var hafnað og þá sagði hún upp störfum.

Einar Örn Einarsson, fjármálastjóri Hríms, segir í samtali við Vísi að þarna sé um að ræða tvo starfsmenn, hvorn í sínu starfinu, sem séu gjörólík. Karlmaðurinn hafi verið fastráðinn en konan hafi verið í helgarstarfi. „Við vorum með sérstakan taxta fyrir fastráðna og annan fyrir helgarstarfsfólk auk þess sem starfsskyldur voru ekki þær sömu,“ segir Einar.

Ekki voru gerðir skriflegir ráðningarsamningar þar sem þetta kom fram. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að þar sem engin gögn séu til um starfsskyldur fólksins verði að líta á að starf konunnar hafi verið jafn verðmætt og karlsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Lax með karrý-kókos sósu

Instagram