Huldumaður viðurkennir að hafa orðið Geirfinni að bana í nýrri bók Ómars Ragnarssonar

Auglýsing

Geirfinnur Einarsson lést í umferðaróhappi þegar keyrt var á hann á Keflavíkurvegi. Þetta kemur fram í viðtali í nýrri bók Ómars Ragnarssonar og RÚV greinir frá.

Sjá einnig: Örskýring um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

RÚV greinir frá því að Ómar Ragnarsson hafi tekið viðtal við karl og konu fyrir 14 árum sem segjast bæði tengjast hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau eru ekki nafngreind í bókinni sem hefur fengið nafnið Hyldýpið.

Karlinn segist hafa ekið á Geirfinn og hent líkinu í gjótu í hrauninu skammt frá Straumsvík. Ómar segir í samtali við RÚV að konan sé látin en hann telur að maðurinn sé enn á lífi.

Auglýsing

Maðurinn játar í bókinni að hafa óvart keyrt á Geirfinn á Keflavíkurveginum og líklega orðið honum að bana þannig. Hann segir að Geirfinnur hafi verið við sendiferðabíl sem stóð kyrrstæður í vegarkantinum og að tveir menn sem voru með Geirfinni hafi orðið vitni að atvikinu.

Hann segist hafa ekið með lík Geirfinns út í hraunið upp undir Helgafelli og látið það falla í gjótu. Líkið hafi fallið í ána Kaldá sem rennur undir hrauninu og þaðan langa leið út í Straumsvík.

Ómar segir á RÚV að það sé lesandans að dæma um hversu trúverðug frásögnin er. „En gallinn er bara sá að það er ekkert lík, það er ekkert morðvopn og þar af leiðandi er hvorki hægt að sanna né afsanna að þessi maður hafi verið að segja mér allt satt,“ segir hann.

Ómar segir að maðurinn hafi hringt í sig árið 2004 og gefið leyfi fyrir birtingu. Þá hafði hann ekki tíma til að skrifa bókina, auk þess sem handrit hennar var týnt. Fyrir þremur árum fannst svo handritið og Ómar ákvað að klára bókina.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Hægeldaðir lambaskankar

Alvöru Spaghetti Bolognese

Instagram