Hver á heiðurinn á ráðningu Lars Lagerbäck? Þrír menn stíga fram

Auglýsing

Sig­urður Ragn­ar Eyj­ólfs­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu og fræðslu­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sagðist í færslu á Facebook-síðu sinni í gær hafa sann­fært stjórn­end­ur KSÍ um að Lars Lag­er­bäck ætti að taka við þjálf­un ís­lenska karla­landsliðsins fyr­ir fjór­um árum síðan.

Færslan hefur vakið mikla athygli en Sigurður segir að stjórn­end­ur KSÍ hafi verið komn­ir í viðræður við Roy Kea­ne, fyrr­ver­andi leik­mann Manchester United, þegar honum tókst að beina athyglinni að Svíanum.

„Að lok­um tóku Geir og Þórir auðvitað loka­ákvörðun­ina og hún var að sjálf­sögðu hár­rétt og far­sæl og þeim ber að hrósa fyr­ir það. Eng­an veg­inn ætla ég að eigna mér þess­ar ákv­arðanir, þær voru auðvitað Geirs og Þóris og stjórn­enda KSÍ,“ seg­ir Sig­urður Ragn­ar í pistli sín­um.

Taktu prófið! Hversu vel þekkirðu Lars Lagerbäck?

Auglýsing

Íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson benti á dögunum á viðtal sem hann tók við Lag­er­bäck í september árið 2011 þar sem sá sænski sagðist vera til í viðræður við KSÍ.

Henry segir á Facebook-síðu sinni að Lag­er­bäck hafi verið hissa á að heyra í sér. „KSÍ ákvað svo að hringja í hann eftir þetta viðtal. The rest is history. Ótrúlegt,“ segir hann.

Í ummælum við þessa færslu Henrys stígur fram Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis og fyrrverandi íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu. Hann bendir á viðtal sem hann tók við Lag­er­bäck fyrir vefinn Sammarinn.com í janúar árið 2010.

Viðtalinu lýkur á því að Lag­er­bäck er spurður hvort það kæmi til greina að taka við þjálfun íslenska landsliðsins. „Ekki spurning!“ svarar hann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram