Hver er Leon Hill?

Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera segist hafa verið að reyna að ná tali af Leon Hill, markaðsstjóra Secret Solstice-hátíðarinnar, þegar upp úr sauð aðfaranótt sunnudags.

Í myndbandi sem Margera kom til Vísis í gær segir hann að Hill hafi haft af sér fé í gegnum einhvers konar utanumhald á Youtube-rás. Nútíminn hafði samband við Hill sem vildi ekki tjá sig um ásakanir Margera þar sem þær séu óskiljanlegar.

Margera birti þessa mynd og skilaboð á Instagram í dag.

View this post on Instagram

Karma is real, leon hill.

A post shared by Bam Margera (@bam__margera) on

Leon Hill er frá Ástralíu og starfaði áður í kynningarteymi Margera. Hann kom hingað til lands með Margera árið 2013 þegar sá síðarnefndi gifti sig hér á landi. Í samtali við mbl.is segist hann strax hafa orðið ást­fang­inn af landi og þjóð og ákveðið að verja hérna aðeins meiri tíma.

Á mbl.is kemur fram að hann kynntist svo Friðriki Jóns­syni, ein­um eig­anda Secret Solstice-hátíðarinnar ásamt því að kynnast íslenskri stelpu.

Í viðtali við Hill á vefnum Entrepreneurs Journey kemur fram að hann hafi unnið fyrir fyrirtæki á borð við Audi og ING og bandaríska herinn. Hann byrjaði að starfa við samfélagsmiðla árið 2006 og stofnaði fyrirtækið uSocial.

Þjónustan sem fyrirtækið bauð upp á fólst í að selja fylgjendur á Twitter, læk á Facebook og digg á Digg, sem var vinsæll samfélagsmiðill fyrir nokkrum árum.

Þjónusta uSocial var umdeild en Hill segir að neikvæður fréttaflutningur hafi komið því á kortið og að fyrirtækið hafi velt milljón dölum fyrsta árið. Hann seldi svo fyrirtækið og hóf að starfa sem ráðgjafi en leiðir hans og Bam Margera lágu síðar saman.

Auglýsing

læk

Instagram