„Icelandair bjargaði fjölskyldunni minni en hvað með alla hina?“

[the_ad_group id="3076"]

Ekki sér fyrir endann á hinum fordæmalausu náttúruhamförum sem dunið hafa á íbúa Grindavíkur en á níunda hundrað jarðskjálftar mældust í nótt í kvikuganginum við Sundhnúkagígja. En á meðan fremstu vísindamenn landsins reyna að rýna í eldhræringarnar á svæðinu er risastórri spurningu ósvarað: Hvar eiga tæplega fjögur þúsund íbúar Grindavíkur að sofa næstu daga og vikur?

„Icelandair bjargaði fjölskyldunni minni en hvað með alla hina?“ segir íbúi í Grindavík sem hafði samband við Nútímann. Hann óskaði eftir því að koma ekki fram undir nafni „enda skiptir það ekki máli í stóra samhengingu“ sagði hann orðrétt í samtali við blaðamann. Nútíminn hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem staðfesti að fyrirtækið hefði hlupið undir bagga með þeim starfsmönnum fyrirtækisins sem búa í Grindavík.

En hvað verður um íbúa Grindavíkur? Er hægt að tryggja þeim húsaskjól? Á hver og einn íbúi að redda sér eða ætlar íslenska ríkið að koma þeim til bjargar á þessum miklu óvissutímum?

„Nokkrir tugir starfsmanna Icelandair eiga heima í Grindavík. Við höfum verið í góðum samskiptum við þau og aðstoðað eins og við getum í þessum erfiðu aðstæðum. Flest þeirra fengu fljótlega gott húsaskjól en við höfum útvegað húsnæði fyrir nokkra úr hópnum,“ sagði Guðni.

En hvað verður um íbúa Grindavíkur? Er hægt að tryggja þeim húsaskjól? Á hver og einn íbúi að redda sér eða ætlar íslenska ríkið að koma þeim til bjargar á þessum miklu óvissutímum? Nútíminn hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins til þess að reyna að fá svör við þessum spurningum. Ein þeirra spurninga sem Nútíminn lagði fyrir ráðuneytið snýr að mögulegu hóteli fyrir íbúa Grindavíkur, líkt og íslenska ríkið tók á leigu þegar COVID-faraldurinn gekk yfir.

[the_ad_group id="3077"]

Beðið er eftir svörum en ljóst þykir að íbúar Grindavíkur geta ekki beðið lengi. Þeir þurfa svör og þeir þurfa þau strax.

Auglýsing

læk

Instagram