Icelandair var ekki eina flugfélagið sem lenti í New York í „stormi aldarinnar“

Mynd sem virðist sýna að Icelandair hafi verið eina flugfélagið sem lenti á JFK flugvellinum í New York í gær gengur nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Ekki er þó allt sem sýnist.

Búið var að spá miklu óveðri í New York í gær en áhyggjur borgarbúa voru ástæðulausar. Búið var að boða storm aldarinnar og fjölmörgum flugum var aflýst.

En eins og þessi mynd sýnir þá lenti vel Icelandair á réttum tíma, ólíkt öðrum flugfélögum.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að fjölmörg að önnur flugfélög hafi flogið til og frá JFK í gær.

„Þessi mynd sýnir aðeins um átta mínútna traffík sýnist mér. En mörg flugfélög, sérstaklega þessi stóru amerísku, verða fyrirfram að fella niður flug í stórum stíl þegar svona veður er yfirvofandi á þessum slóðum, til þess að forðast öngþveiti,“ segir hann.

Þar höfum við það.

Auglýsing

læk

Instagram