Inga segir ekki rétt að konurnar í Aftureldingu fái ekki lokahóf: „Ekkert kynjamisrétti hjá okkur“

Auglýsing

Formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar segir ekki rétt að ekki verði haldið lokahóf fyrir meistaraflokk kvenna, líkt og haldið var fyrir meistaraflokk karla á föstudaginn. Hún segir að það verði haldið en ekki sé búið að ákveða hvenær það verður.

Nútíminn greindi frá því í dag að Íris Kristín Smith, sem spilar með meistaraflokki kvenna hjá Aftureldingu, hefði sent formanninum fyrirspurn í síðasta mánuði og stungið upp á því að haldið yrði sameiginlegt lokahóf fyrir karla og konur, eða sér hóf fyrir konurnar. Á þessum tíma var búið að ákveða að hafa lokahóf fyrir karlaflokkinn. Íris fékk svar frá formanninum sem sagði að málið yrði tekið til skoðunar.

Sjá einnig: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna: „Þetta er óþolandi“

Vísir ræddi við Ingu Lilju Lárusdóttur, formann handknattleiksdeildarinnar, um málið. Hún segir að líklega verði lokahóf kvennanna haldið á sama tíma og lokahóf HSÍ fer fram, eða 24. maí. „Það er bara ekki rétt að það fari ekki fram. Bæði lið fara á lokahóf HSÍ sem er núna 24. maí. Það er ekkert kynjamisrétti hjá okkur sko,“ segir Inga Lilja.

Auglýsing

Íris sagði í samtali við Nútímann í dag að í gegnum tíðina hefði alltaf verið haldið lokahóf fyrir meistaraflokk karla en ekki kvenna og því er hófið fyrir konurnar í ár nýtt af nálinni.

„Þannig er málið að í gegnum tíðina hefur alltaf verið haldið lokahóf fyrir meistaraflokk karla en aldrei kvenna hjá þessu félagi. Ástæðan fyrir því er sú að það er hvort sitt ráðið fyrir liðin tvö en mér finnst að það eigi ekki að skipta máli. Þetta er eitt lið og það skiptir ekki máli þó að við náum ekki jafn góðum árangri og þeir. Þetta á ekki að tengjast því, heldur er þetta fögnuður fyrir liðið sem eina heild,“ segir Íris í samtali við Nútímann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram