today-is-a-good-day

Innlit útlit og Hús & hýbýli kveiktu áhuga Friðriks Dórs á innanhússhönnun

Sjónvarpsþátturinn Innlit útlit var á meðal þess sem kveikti áhuga Friðriks Dórs á innanhússhönnun. Þetta kemur fram í viðtali við Friðrik í Fjarðarpóstinum.

Aðdáendur söngvarans Friðriks Dórs stóðu á öndinni í sumar þegar hann tilkynnti áform sín um að taka frí frá tónlist og flytja til Ítalíu. Þar vill hann komast að í námi í innanhússhönnun en í viðtalinu í Fjarðarpóstinum segir hann að áhuginn hafi kviknað þegar hann var 12 ára og horfði á Innlit útlit í sjónvarpinu með mömmu sinni og las Bo Bedre og Hús og hýbýli.

„Ég hef alltaf verið að pæla í þessu síðan fyrir táningsaldur. Herbergið mitt var ekkert óvenjulegt en ég hafði skoðanir á því. Ég tók stærsta sénsinn níu ára þegar ég fékk að mála herbergið mitt dökkblátt og eiturgrænt á móti,“ segir Friðrik í Fjarðarpóstinum.

„Á grænu veggjunum voru bláar línur og á bláu veggjunum voru grænar línur. Það var heilmikil pæling þar að baki. Ég myndi ekki mála svona í dag, a.m.k. ekki í þessum litum.“

Auglýsing

læk

Instagram