Ísland er friðsælasta land í heimi tíunda árið í röð

Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt Friðarvísitölunni eða Global Peace Index og hefur haldið stöðu sinni á toppnum síðan árið 2008.

Ásamt Íslandi eru Nýja Sjáland, Austurríki, Portúgal og Danmörk friðsælustu lönd í heimi og Evrópa er friðsælasta heimsálfan. Í Sýrlandi ríkir minnstur friður og hefur landið verið á botni listans síðustu fimm ár, en þar geisar mannskæð borgarastyrjöld.

Friðarvísitalan nær til 99,7 prósenta af heimsbyggðinni og 163 landa eða landsvæða. Friður fer þó minnkandi samkvæmt vísitölunni en 0,27 prósent hngignun varð milli ára og er þetta fjórða árið í röð sem það gerist. Helsta ástæða fyrir því eru átakasvæði í Mið Austurlöndum.

Auglýsing

læk

Instagram