Ísland tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta með 74:68 sigri sínum gegn Belgíu þegar liðin mættust í síðustu umferð í undankeppninnar í Laugardalshöllinni í dag.
Þetta er í annað sinn í röð sem landsliðið nær þessum árangri.
Sjá einnig: Guðni Th. biður Kristófer Acox afsökunar: „My bad. Kemur ekki fyrir aftur“
Athygli vakti fyrir leikinn að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, föðmuðust áður en leikurinn hóst í dag þegar forsetinn heilsaði upp á leikmennina.
Guðni gerði þau mistök þegar Ísland mætti Sviss í ágúst að heilsa öllum í liðinu á íslensku nema Kristófer sem fékk kveðju á ensku. Guðni baðst í kjölfarið afsökunar á mistökunum.