Auglýsing

Ísland fer á EM í körfubolta karla, Guðni og Kristófer féllust í faðma

Ísland tryggði sér þátt­töku­rétt í loka­keppni Evr­ópu­móts karla í körfu­bolta með 74:68 sigri sín­um gegn Belg­íu þegar liðin mætt­ust í síðustu um­ferð í undan­keppn­inn­ar í Laug­ar­dals­höll­inni í dag.

Þetta er í annað sinn í röð sem landsliðið nær þessum árangri.

Sjá einnig: Guðni Th. biður Kristófer Acox afsökunar: „My bad. Kemur ekki fyrir aftur“

Athygli vakti fyrir leikinn að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, föðmuðust áður en leikurinn hóst í dag þegar forsetinn heilsaði upp á leikmennina.

Guðni gerði þau mistök þegar Ísland mætti Sviss í ágúst að heilsa öllum í liðinu á íslensku nema Kristófer sem fékk kveðju á ensku. Guðni baðst í kjöl­farið af­sök­un­ar á mis­tök­un­um.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing