Ísland prumpar á Noreg — bókstaflega

Íbúar við strendur Noregs hafa fundið mikinn óþef undanfarna daga — ekki ólíkan hveralyktinni við Hellisheiði. Norðmenn eru ekki vanir brennisteinsfnyknum og hafa því velt fyrir sér hvaðan hann kemur. 

Vibeke Thyness, hjá norsku veðurstofunni, segir í samtali við vef NRK, að útblástur á brennisteinsgasi úr Holuhrauni hafi ferðast yfir Atlantshafið og valdi lyktinni slæmu. Thyness segir magnið talsvert og að það hafi verið lengi á leiðinni. Eins og skýringarmyndin sýnir er engu líkara en að Ísland hafi hreinlega prumpað á Noreg.

Thyness segir að loftþrýstingurinn yfir Skotlandi, vindátt og smá rigning hafi orðið til þess að gasið ferðaðist yfir hafið. Hún bætir þó við að gasið sé hættulaust þar sem það hafi ferðast langa leið — en lyktin er þó alltaf slæm.

Auglýsing

læk

Instagram