Ísland vann Holland í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta í Amsterdam í kvöld. Ótrúlegt!
Arjen Robben fór meiddur útaf á 31. mínútu. Bruno Martins Indi fékk svo rautt spjald á 33. mínútu eftir að Kolbeinn Sigþórsson braut á honum. Martins Indi sló til Kolbeins og fékk beint rautt spjald.
Gylfi Sigurðsson skoraði úr víti á 51. mínútu og fagnaðarlætin á Íslandi heyrðust eflaust til Hollands.
Sjá einnig: Hvaða landsliðsmaður ert þú?
Skemmtilegt var að fylgjast með umræðunni á Twitter á meðan á leiknum stóð. Stemningin var róleg í fyrstu en nálgaðist fullkomna geðshræringu þegar Gylfi skoraði úr vítinu í seinni hálfleik.
https://twitter.com/zqli/status/639529139477848064
Mér finnst eins og mér eigi að finnast þetta ótrúlegt en mér finnst það bara eigilega ekki #áframÍsland
— Tanja (@tanjatomm) September 3, 2015
Hjörtur Hjartar er staddur í Amsterdam og hafði þetta að segja um hollenska áhorfendur
Það heyrist ekki múkk í Hollendingunum hérna í Amsterdam. #Icesave #SuckIt
— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) September 3, 2015
Mark Gylfa kallaði fram sterk viðbrögð
https://twitter.com/anna_gardars/status/639527449764737024
veit ekki hvað kom yfir mig en ég öskraði mjög mikið þegar hann skoraði. HAHA SHIT!
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) September 3, 2015
ÞETTA FÁIÐI FYRIR AÐ SEKTA MIG UM €500 FYRIR AÐ SMYGLA KÍNVERSKUM DVD MYNDUM!
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) September 3, 2015