Auglýsing

Ísland verður ekki með í FIFA 17

Íslensku karla- og kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu eru ekki meðal þeirra landsliða sem EA Sports ákvað að hafa í nýj­ustu út­gáfu FIFA-tölvu­leiks­ins.

Þetta kemur fram á mbl.is. 

Sjá einnig: Víkingaklappið verður með í FIFA 17

EA Sports hef­ur nú til­kynnt hvaða lið verður hægt að spila með í FIFA 17. Kvenna­landsliðum var fjölgað í 14 en Ísland, sem er í 16. sæti á heimslista FIFA, er ekki á meðal þeirra. Karla­landsliðin eru svo 47 tals­ins en þrátt fyr­ir að hafa kom­ist í 8-liða úr­slit á EM í Frakklandi í sum­ar, og að vera í 27. sæti heimslist­ans, er Ísland ekki held­ur þar á meðal.

EA Sports ákvað aft­ur á móti að hafa stuðnings­mannaklapp Íslend­inga, vík­ingaklappið svo­kallaða, í leikn­um að þessu sinni.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing