Auglýsing

Íslendingar keyptu næstum því þrjár milljónir páskaeggja um páskana

Á þriðju milljón páskaeggja seldust þessa páska, nærri sjö egg á hvern Íslending. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Minnstu eggin er talin með en í fréttunum á RÚV kom fram að páskarnir sjálfir hafi líklega slegið sölumet hjá súkkulaðiverksmiðjunum þremur, Nóa Síríus, Góu og Freyju. Silja Mist Sigurkarlsdóttir, vörumerkjastjóri Nóa Síríusar, sagði í samtali við RÚV páskarnir í ár hafi verið þeir stærstu til þessa.

Margir velta nú fyrir sér hvað verður um páskaeggin sem seljast ekki. Í fréttunum á RÚV kom fram að þau eru ýmist gefin til góðgerðarfélaga eða brædd og þannig endurnýtt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing