Karlmaður sem beit hluta úr eyra manns í lest í Þýskalandi er Íslendingur og er í varðhaldi þar í landi. Utanríkisráðuneytið staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Mennirnir voru um borð í lest sem gengur á milli Berlínar og Nauen í Þýskalandi en fyrst var greint frá þessu í Bild og BZ.
mbl.is greinir frá því að maðurinn sem bitinn var hafi setið í lestinni þegar Íslendingurinn kallaði sessunaut hans Bin Laden upp úr þurru. Hrópaði Íslendingurinn að sessunaut mannsins að hann ætti að hrópa upp „Allahu Akbar“ og kveikja á sprengjunni, segir í frétt mbl.is.
Maðurinn reyndi að stíga á milli átaka en Íslendingurinn beit þá stórt stykki úr eyra hans. Íslendingurinn er einnig sagður hafa hótað að myrða manninn sem hann beit.