Auglýsing

Íslenski snúðurinn í útrás til Kanada, slær í gegn í bakaríi á Nýfundnalandi

Íslenski snúðurinn hefur slegið í gegn í íslensku bakaríi í bænum St. John’s á Nýfundnalandi í Kanada. Þetta kemur fram á mbl.is. Hjónin Haukur Leifur Hauksson og Aðalbjörg Sigurþórsdóttir opnuðu Volcano-bakaríið 11. ágúst en þau hafa búið í St. John’s síðastliðin þrjú ár.

Haukur segist í samtali við mbl.is hafa verið hræddur um að íslenska bakkelsið myndi ekki falla í kramið hjá bæjarbúum en áhyggjurnar reyndust ástæðulausar.  „Við opnuðum bara dyrn­ar, það var ekki einu sinni búið að setja upp aug­lýs­inga­skilti en við feng­um al­veg rosa­lega góðan dag,“ segir hann á mbl.is.

Það spurðist bara ein­hvern veg­inn út í hverf­inu. Síðan hef­ur bara verið rosa­lega gott að gera.

Volcano-bakaríið býður meðal annars upp á kleinur, vínarbrauð og snúða, sem hafa vakið mikla lukku. „Þeir eru meira í hvíta glassúrn­um. Þeir eru mikið rag­ari við þenn­an brúna. Sumu breyt­ir maður bara ekki hjá þeim. Maður verður bara að laga sig að því hvernig þeir vilja hafa hlut­ina,“ seg­ir Hauk­ur á mbl.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing