Íslenskt app eins og Snapchat fyrir hópa

Auglýsing

Svokallaðir Snapchat-miðlar á borð við Vaktina nutu vinsælda áður en lokað var fyrir þá. Nú hafa íslenskir frumkvöðlar búið til app sem býður upp á slíka þjónustu.

 

Appið Watchbox er nú fáanlegt frítt fyrir iPhone-síma í App Store. Í tilkynningu frá framleiðendum Appsins kemur fram að Watchbox sé ekki ósvipað My Story eiginleikanum í Snapchat nema bara fyrir hópa.

Appið byggir ekki á hefðbundnum vinum eins og þekkist í mörgum smáforritum í dag, heldur geta notendur fylgst með rásum (e. Channels) sem þeim þykja áhugaverðar. Notendur pósta stuttum myndböndum og myndum inn á rásir sem aðrir fylgjendur geta svo séð.

Þannig geta til dæmis vinahópar búið til rásir þar sem aðeins samþykktir meðlimir geta birt efni og skoðað efni frá öðrum. Þá geta fyrirtæki eða aðrir hópar búið til rásir sem eru opnar öllum en birtir aðeins efni frá samþykktum meðlimum.

„Appið er byggt á reynslu sem hlaust af Snapchat-aðgangi sem bar nafnið Vaktin. Þar gat hver sem er sent inn áhugavert efni sem var svo ritskoðað af stofnendum Watchbox,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

Davíð Örn, framkvæmdastjóri Watchbox, segir að Snapchat hafi lokað aðgangi Vaktarinnar og þá ákvað hópurinn að smíða Watchbox.

Ásgeir Vísir, hönnuður Watchbox, segir að það hafi komið þeim á óvart hversu vinsæl Vaktin var.

„Við fengum 25.000 notendur á fáeinum dögum,sem verður að teljast nokkuð gott. Snjallsímanotendur á aldrinum 16-24 ára eru ekki nema í kringum 30.000 á Íslandi,”  segir hann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram