Auglýsing

Íslenskur læknir segir að gera verði greinarmun á líkamsvirðingu og offitu

„Á sama tíma og maður þarf að bera virðingu fyrir því að fólk er alls konar þá megum við heldur ekki bara að komast á þann stað að við megum ekki tala um það og aukinn skilningur – þetta er búið að breytast svo mikið síðustu fimmtán ár. Við vitum svo mikið meira núna um þennan sjúkdóm, offitu og að þetta séu þyngdarstjórnunarstöðvar í heilanum og þetta snýst ekki bara um viljastyrk fólks. Það þýðir ekki bara að segja fólki að borða hollar og fara að hreyfa sig af því þegar fólk er á annað borð komið með sjúkdóminn offitu þá er þetta líffræði sem er ekki hægt að berjast við með viljastyrk einum,“ segir Kristján Þór Gunnarsson læknir en hann er nýjasti gestur Frosta Logasonar á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

„Þetta eiga ekki að þurfa að vera tveir pólar, eitthvað svona líkamsvirðing og allir mega vera eins og þau vilja vera eða að við megum ekki tala um það því þá erum við að tala eitthvað illa um einhvern hóp.“

Þar ræddi Kristján Þór meðal annars áunna lífsstílssjúkdóma sem eru eitt fyrirferðamesta heilbrigðisvandamál Vesturlanda. Hann segir augljóst að þessir sjúkdómar, þó fjölþættir séu, eigi að mestu rætur sínar að rekja til umhverfisþátta eins og lélegs mataræðis og eiturefna í almennum neysluvörum.

80% af kostnaðinum vegna lífsstílssjúkdóma

„Þetta eiga ekki að þurfa að vera tveir pólar, eitthvað svona líkamsvirðing og allir mega vera eins og þau vilja vera eða að við megum ekki tala um það því þá erum við að tala eitthvað illa um einhvern hóp. Þetta á ekkert að þurfa að vera þar. Það er bara að vita með offitu að ef þú ert með þann þyngdarstuðul í yfirþyngd eða offitu eru líkur á alveg rosalega mörgum sjúkdómum, margfaldaðar, allt frá sykursýki, háþrýsting og upp í krabbamein sem er beintengt við að líkurnar eru auknar,“ segir Kristján Þór sem fer yfir hversu stór hluti af kostnaði heilbrigðiskerfa er vegna þessara sjúkdóma.

„Áttatíu prósent af kostnaði heilbrigðiskerfa í Evrópu er út af þessum langvinnu sjúkdómum sem eru kallaðir ósmitbærir. Það er eitthvað orð sem kannski á að lýsa lífsstílssjúkdómum eða því sem er kallað langvinnir sjúkdómar – sykursýkin, offitan, hjarta og æðasjúkdómar og allt þetta. Eitthvað sem kemur ekki til vegna þessa að þú fæðist með einhvern erfðasjúkdóm eða smitast af einhverju eins og berklum eða HIV. Þetta er tengt umhverfinu og lífsstíl fólks að mestu leyti,“ segir Kristján Þór og tekur fram að hlutfallið sé enn meira í Bandaríkjunum.

Jafn sjaldgæft að vera risi og að glíma við offitu

„Já, þetta er enn verra í Bandaríkjunum. Yfir níutíu prósent af kostnaðinum við heilbrigðiskerfið hjá þeim eru þessi sjúkdómar. Offita er bara ein birtingarmynd af því sem sama undirrót er að valda. Í staðinn fyrir að það eitt að vera of þungur eða of feitur sé að valda öllu – þá er það sama sem lét þig verða of þungan eða of feitan er það sem er að valda því sem er tengt við offituna skilurðu af því auðvitað er þetta svolítið svona tvíeggja sverð.“

„Það er svo auðvelt að kíkja á þróunarlíffræði. Homo Sapiens er þrjú hundruð þúsund ára og nútímaútgáfan hundrað og sextíu þúsund ára. Það ekkert mikið lengra síðan en kannski hundrað ár að það heyrði bara til undantekninga ef einhver var að glíma við offitu og meira að segja, þótt það sé kannski ljótt að segja, var það þannig að það var jafn sjaldgæft og það væri einhver risi – þetta fólk var jafnvel í sirkus,“ segir Kristján Þór og tekur fram að þetta eigi alls ekki bara við um Bandaríkin. Ísland sé í vondum málum þegar það kemur að offitu og yfirþyngd.

70% Íslendinga í yfirþyngd eða offitu

„Þetta eru ekki bara Bandaríkin. Sjötíu prósent Íslendinga fullorðinna er í yfirþyngd eða offitu
og þrjátíu prósent barna á Íslandi eru í yfirþyngd eða offitu og tölurnar eru ekki alveg gefnar út út af þessu sem þú varst að nefna áðan að það megi ekki tala of mikið um þetta hjá embætti landlæknis. En það sem við komumst næst á nýjustu tölum er að það sé allavega sjö og hálft prósent af íslenskum börnum í offitu.“

„Afhverju erum við komin þangað?“ spyr Frosti.

„Það er fjölþætt. Það er klárlega mest umhverfið sem er þá maturinn og það er líka alls konar efni. Það eru áttatíu þúsund ný efni synthetísk efni sem voru ekki til fyrir hundrað árum. Það er það sem er verið að tala um þegar rætt er um svona „hormone disrupters.“ Hvort sem það er skordýraeitur, allar snyrtivörur og hluti fyrir heimilið eins og þrifvörur, þvottaefni, mýkingarefni og plastefnið í öllu. Svo breytist næring matar. Það er búið að eyðileggja jarðveginn – það er verið að fjöldaframleiða aftur og aftur og aftur og það er ekki sama næring. Það eru efni sem komast út í jarðveginn sem komast í mat og svo framvegis þannig að þetta er fjölþætt frá umhverfinu en maturinn er stærsta ástæðan,“ segir Kristján Þór og nefnir sykurinnflutning til landsins sem dæmi.

Frúktósi og alkahól sama eitrið

„Maturinn er í rauninni að senda líkamanum skilaboð um að safna fitu. Það er fyrst og fremst gjörunnin matvæli – sem er matur sem er bara búin til í rauninni, ekki náttúrulegur. En svo er það náttúrlega sykurinn. Það er til fullt af tölum um þetta. Það eru til til dæmis bara tölur yfir Ísland – hvernig sykurinnflutningur jókst. Þetta voru einhver hundruðir gramma á einstakling
jókst um bara einhver hvort það voru einhver hundruð gramma á einstakling innflutningurinn 1850 eða eitthvað en 1960 var þetta komið í fimmtíu kíló á hvern einstakling. Sykurneysla er búin að mörghundruðfaldast á síðustu öld og það sem verra er – hvítur sykur er tvísykra, einn glúkosi og einn frúktosi sem er ávaxtasykur – neyslan á honum er búin að þrjúþúsundfaldast,“ segir Kristján Þór og bendir á að frúktósi sé sambærileg sameind og alkóhól.

„Hann brotnar niður í líkamanum á nákvæmlega sama hátt, bara í lifrinni, og það er rosalega sláandi að sjá að sjúkdómarnir sem börn eru að fá sérstaklega í Bandaríkjunum niður í sex ára eru sjúkdómar sem engir voru með fyrir hálfri öld nema bara að þeir sem voru að glíma við ofneyslu áfengis. Það eru fitulifur og sykursýki og háþrýstingur. Gjörunnin matvæli, sykur og frúktósi og svo er margt sem bendir til að það séu líka þessar fræolíur – semsagt olíur eins og repjuolía, sojaolía og allt sem í raun er unnið úr fræjum. Þær olíur eru í öllu.“

Athyglisvert viðtal við Kristján Þór sem hræðist ekki við að ræða hlutina opinskátt enda þörf umræða fyrir þjóðfélagið því lífsstílstengdir sjúkdómar aukast ár frá ári með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið og lífsgæði hinna almennu borgara sem við þá kljást. Horfðu eða hlustaðu á allt viðtalið með áskrift að Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing