Jaguar-umboð opnar á Íslandi

[the_ad_group id="3076"]

BL opnar Jaguar-umboð á Íslandi í haust og ætlar bjóða alla helstu bíla breska lúxusbílamerksins hér á landi. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hafa viðræður við Jaguar staðið yfir í talsverðan tíma og nú sjái loks fyrir endan á löngu samningaferli. Þetta staðfestir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL.

Jaguar er eitt af þekktara lúxusbílamerki heims og er í eigu indverska fyrirtækisins Tata Motors. Tata framleiðir einnig hina víðfrægu Range Rover-jeppa.

Fyrsti Jaguarinn sem sýndur verður hér á landi er F-Type sportbíllinn en hann verður til sýnis á sýningu Bílgreinasambandsins „Allt á hjólum“ í Fífunni um næstu helgi. Bíllinn verður í S Coupe útfærslu.

Auglýsing

læk

Instagram