Jens sakaði Gústaf um tengsl við vændi og mansal á RÚV, felur lögmanni að bregðast við

Gústaf Níelsson, fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík norður, ætlar að fela lögmanni að bregðast við þungum sökum sem bornar voru á hann í Forystusætinu í RÚV í gærkvöldi.

Þetta kemur fram á vef RÚV

Þar sakaði Jens. G. Jensson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, Gústaf um að vera tengdan vændi, mansali og súlustöðum.

Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður, Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf, hafi ákveðið að draga til baka framboð sitt.

„Þessir tveir menn sem þú nefnir, það var nú eitthvað aðeins fleira. Ástæðan fyrir því að þeir hafa boðað þetta á sér dýpri rætur. Þetta er fólk sem ætlaði að vera í framboði fyrir okkur en eftir á að hyggja, þegar við fengum aðvaranir sérstaklega í sambandi við Gústaf Níelsson, að þetta væri mjög vafasamur maður að hafa með. Það var dregin upp hans fortíð og hans fortíð var lögð út á netinu hjá okkur, innraneti, og þeir sem stofnuðu flokkinn, þeir sem standa að baki honum, eru heiðvirt fólk og þeim leist mjög illa á þetta,“ sagði Jens í gær.

Hann sagði að þessi meinta vafasama fortíð tengdist súlustöðum og vændi.

„Það voru þarna dregin upp gömul mál í sambandi við nektarstaði og súlustaði og annað slíkt, og jafnvel tengingar við vændi og hugsanlega mansal og þetta eru hlutir sem að gerðust hérna fyrir kannski 12 til 15 árum síðan. Satt best að segja þá fékk formaður flokksins, Helgi Helgason, sent frá vini sínum, eða vinkonu sinni, sem er í rauninni andstæðingur flokksins,“ sagði Jens.

Auglýsing

læk

Instagram