Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Hann var 48 ára gamall. Hann fannst á heimili sínu í Berlín í gær. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Tim Husom staðfestir þetta í samtali við RÚV. Dánarorsök er ókunn en Jóhann var ókvæntur og lætur eftir sig eina uppkomna dóttur.
Jóhann á að baki magnaðan tónlistarferil. Hann hlaut Golden Globe-verðalun árið 2014 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var einnig tilnefndur til Óskars-, BAFTA- og Grammy-verðlauna. Hann var meðal annars í hljómsveitunum HAM og Apparat Organ Quratet. Þá sendi hann frá sér níu sólóplötur.
Síðustu ár einbeitti hann sér að kvikmyndatónlist og hafði undanfarið unnið að tónlistinni við væntanlega kvikmynd um Maríu Magdalenu með Rooney Mara og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum.