Jóhann vann að tónlist fyrir stórmynd frá Disney þegar hann lést

Jóhann Jóhannsson tónskáld sem lést í síðustu viku hafði skömmu fyrir andlátið tekið að sér að semja tónlistina fyrir stórmynd Disney um Christopher Robin. Það er bandaríski miðillinn Hollywood Reporter sem greinir frá þessu.

„Þetta var ókannað svæði fyrir hann, þessi tegund kvikmyndar. Og það var að ganga rosalega vel,“ segir Tim Husom, umboðsmaður Jóhanns, í samtali við Hollywood Reporter.

Auglýsing

Myndin segir frá Christopher Robin sem flestir þekkja sem strákinn í myndunum um Bangsímon. Ewan McGregor mun koma til með að leika Christopher en Marc Forster leikstýrir myndinni.

Jóhann á að baki magnaðan tónlistarferil. Hann hlaut Golden Globe-verðlun árið 2014 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var einnig tilnefndur til Óskars-, BAFTA- og Grammy-verðlauna. Hann var meðal annars í hljómsveitunum HAM og Apparat Organ Quratet. Þá sendi hann frá sér níu sólóplötur.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing