Jóhanna Guðrún í dómnefnd í Eurovision

Auglýsing

Úrslitin í undankeppni Eurovision verða í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn. Jóhanna Guðrún er í dómnefndinni sem hefur helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Fimm flytjendur flytja lögin sín á ensku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

RÚV hefur gefið upp hverjir sitja í dómnefndinni á laugardaginn. Ásamt Jóhönnu Guðrúnu verða Sigríður Thorlacius, Stefán Hilmarsson, Valdimar Guðmundsson og Einar Bárðarson, sem verður formaður dómnefndar.

Niðurstaða dómnefndar og símakosningar sker úr um hvaða tvö lög verður flutt á ný en kosið verður á milli þeirra í símakosningu.

Fimm flytjendur flytja lög sín á ensku á laugardaginn:

Fyrir alla – Cadem
Fjaðrir – Sunday
Lítil skref – María Ólafsdóttir
Í kvöld – Elín Sif Halldórsdóttir
Í síðasta skipti – Friðrik Dór

Tvö lög verða flutt á íslensku:

Auglýsing

Piltur og stúlka – Björn og félagar
Milljón augnablik – Haukur Heiðar

Lagið sem vinnur verður flutt í lokakeppninni í Austurríki á sama tungumáli og í lokakeppninni á laugardagskvöld.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram