Jólin ekki lengur fyrir aumingja, búin að eignast börn og byrjuð að undirbúa jólin

Fimm ára gömul úrklippa úr DV, sem sýnir Ástríði Halldórsdóttur lýsa því yfir að jólin séu fyrir aumingja hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson er á meðal þeirra sem hafa deilt úrklippunni við talsverðar undirtektir.

Blaðamaðurinn Hanna Ólafsdóttir lýsir því á Facebook-síðu sinni að svar Ástríðar sé hápunktur blaðamannaferils hennar og að hún sé orðin táknmynd jólanna. Hanna og Ástríður eru vinkonur og ummæli þeirra síðarnefndu voru í gríni.

Próf: Þekkir þú þessar klassísku jólamyndir ef við gefum þér bara einn ramma úr hverri?

Ástríður segir í samtali við DV að hún hafi svo sannarlega orðið vör við að úrklippunni sé dreift í kringum hátíðarnar. „Flestum finnst þetta mjög fyndið. Það er gott að geta glatt fólk,“ segir hún.

Ég er búin að eignast tvö börn síðan og því er óhætt að segja að ég myndi svara þessari spurningu á annan hátt í dag. Ég er löngu farin að huga að jólum.

Það er því ljóst að jólin eru ekki lengur fyrir aumingja.

Auglýsing

læk

Instagram