Jón Gunnar Geirdal heldur afmælisveislu ársins

Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar koma fram í fertugsafmæli athafnamannsins Jóns Gunnars Geirdal, framkvæmdastjóra Yslands og eins af eigendum Lemon.

Páll Óskar, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Blaz Roca, Skítamórall og Kaleo koma fram í afmælisveislunni sem fer fram reiðhöll, hvorki meira né minna, á föstudaginn í næstu viku. Söngvarinn Sverrir Bergmann slúttar svo partíinu með sveitaballi ásamt Fjallabróðurnum Halldóri Gunnari.

Maður verður víst bara fertugur einu sinni — sem betur fer. Ég ætla að fagna með öllu uppáhaldsfólkinu mínu á þessum tímamótum. Fjöldi vina minna ætlar að mæta og taka lagið fyrir afmælisbarnið.

Tónlist er ekki það eina sem verður á boðstólnum því nokkrir kunnir grínistar koma einnig fram. Fólk ætti að kannast við þá: Auðunn Blöndal, Sveppi, Steindi Jr., Björn Bragi og Logi Bergmann stíga á svið og eru til alls líklegir, að sögn Jóns. „Svo mæta mínir fyndnustu vinir og munu eflaust láta mig finna fyrir því, hata það víst ekki,“ segir hann. „Enda víst af nógu að taka til að grilla gamla.“

Er ekki pottþétt að þú verðir tekinn og grillaður?

„Ég verð tekinn af lífi. Það er 100 prósent,“ svarar Jón Gunnar léttur. „Þannig að það verður sannarlega mikið hlegið og sungið þetta kvöld, enda ekkert annað að gera en hafa gaman fyrst maður er að detta á fimmtugsaldurinn.“

Og óttastu ekki að lenda undir fallöxinni?

Nei nei. Í þessum hópi þá þýðir það víst eitthvað minna. Eins gott að taka sig ekki of hátíðlega þegar menn kveikja á gríninu.

En veislan endar ekki þarna. Jón Gunnar hyggst tvöfalda gleðina með því að ræsa út félagana daginn eftir og tengja, eins og hann orðar það sjálfur: „Hefst sú dagskrá á Laundromat og endar á efri hæðinni á Austur með DJ Margeir og fleiri góðum gestum,“ segir hann. „Þannig að vinir og kunningjar sjá fram á erfiðan sunnudag 5.október.“

Og ekki má gleyma hashtaggi veislunnar: #JGG40

Auglýsing

læk

Instagram