Jón Gunnar Geirdal kennir fólki að plögga

Jón Gunnar Geirdal ætlar að kenna fólki að plögga á námskeiði í febrúar. Jón hefur unnið fyrir mörg stærstu og mest áberandi markaðsfyrirtæki og listamenn landsins.

Á námskeiðinu verður farið yfir allt þetta helsta sem fólk þarf að kunna til að nálgast fjölmiðla með verkefni eða viðburð.

„Og hvernig fyrirtæki geta aukið vitund fyrir verkefnum sínum með umfjöllun — á góðri branslensku kallast þetta einfaldlega plögg því það er víst ekki til betra orð yfir PR/Buzz-marketing. Dettur helst í hug „vitundar-markaðssetning“.

Jón Gunnar er eldri en tvævetur í bransanum og hefur plöggað öllu frá poppi, gosi og fiski-spai til James Bond, orkudrykkja, partía, Lord of the Rings, Baltasars Kormáks og Þjóðhátíðar, svo eitthvað sé nefnt.

„Ætli Fiski-spaið og Nova-partíið á Esjunni séu ekki með „sérstakari“ verkefnum sem ég hef plöggað,“ segir Jón. „Sem gerði þau bara þeim mun skemmtilegri. Öðruvísi, einstakt og skemmtilegt.“

Námskeið fyrir þá sem vilja ná árangri með PR og samfélagsmiðlum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Auglýsing

læk

Instagram