Jón Kalman í ræðu um Vigdísi: Hefur aldrei stigið upp í breiðþotur auðmanna með stórar yfirlýsingar

Auglýsing

Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson flutti ræðu á 35 ára kosningarafmæli Vigdísar Finnbogadóttur í gær. Myndband af ræðu Jóns má sjá hér fyrir neðan.

Jón sagði að í tíð Vigdísar hafi konur þurft að leggja helmingi meira á sig til að ná jafn langt og karlmenn, eða vera helmingi betri. Hann sagði að það væri óréttlæti og ævintýraleg heimska sem væri ennþá við lýði í dag.

Margt hefur batnað en samt er óralangt í langt. Sá sem vill lifa í betri heimi hlýtur að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Sá sem vill réttlátari heim hlýtur að vera femínisti.

Jón sagði mikilvægt að hafa forseta sem er heimsmanneskja og hræðist ekki heiminn eins og stundum vill henda eyjaskeggja.

„Heimóttaskapur heitir sú hræðsla. Ein birtingarmynd hennar gæti verið sú staðhæfing að það sé hættulegt að borða útlent kjöt,“ sagði hann.

Auglýsing

„Heimsmanneskjan Vigdís vill stækka, dýpka og styrkja eigin menningu með því að læra af umheiminum.“

Jón sagði Vigdísi vita að góðir hlutir gerast hægt og sagði að hún hafi aldrei stigið upp í breiðþotur auðmanna með yfirlýsingar um að nú skildu Íslendingar sigra heiminn.

„Ég held að Vigdís hafi hvorki áhuga á að sigra heiminn né að fela sig fyrir honum. Hún vill auðga heiminn. Hún er sú sem ræktar víðsýni í brjóstum fólksins. Þess vegna er eins og Ísland stækki í hvert sinn sem við nefnum nafn Vigdísar Finnbogadóttur.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram