Auglýsing

Jörð skelfur á Reykjanesi: Snarpur skjálfti fannst í Reykjanesbæ

Jörð skelfur á Reykjanesi og virðast skjálftarnir verða stærri með hverjum klukkutímanum sem líður. Rétt um 10:48 reið yfir jarðskjálfti sem virðist hafa átt upptök sín í Trölladyngju. Ekki er vitað um nákvæma stærð hans en samkvæmt erlendum skjálftamælum var skjálftinn einhver staðar á bilinu 3.8 til 4.5 á Richter-skalanum. Hann fannst vel í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfærð 11:15: Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við RÚV að líklega tengist skjálftinn ekki eldsumbrotum heldur sé þetta hefðbundin brotaskjálfti. Þá segir einnig að í tilkynningu frá Veðurstofunni komi fram að skjálftarnir í morgun hafi orðið á 5 kílómetra dýpi. Þeir séu um 20 kílómetrum norðnorðaustur við Svartsengi.

Uppfærð 11:50:  Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju.

Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi.

Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi.

Fréttin verður uppfærð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing