Kaflaskil í djammlífinu? – „Menn eru farn­ir að geispa fljót­lega upp úr eitt“

Auglýsing

Skemmtanalífið (e. djammið svokallaða) í miðborg­inni gæti verið að taka breyt­ing­um í kjöl­far tveggja ára tíma­bils af sí­breyti­leg­um af­greiðslu­tíma. Aðsóknin virðist dreifast meira því sumir byrja fyrr að skemmta sér, eins og var gert á tímum faraldursins, en aðrir virðast detta aftur í sama gamla farið og fara seint út að skemmta sér.

Morgunblaðið greinir frá þessu og segir þar Kor­mák­ur Geir­h­arðsson, sem á og rek­ur Ölstofu Kor­máks og Skjald­ar, skemmtana­lífið á góðri leið með að renna í sinn far­veg að nýju. Fólk hafi þó ekki sama út­hald og áður.

„Menn eru farn­ir að geispa fljót­lega upp úr eitt og komn­ir í vatnið hálfþrjú,“ seg­ir Kor­mák­ur um stemn­ingu síðustu helg­ar.

„En kannski með hækkandi sól þá færist þetta í gamla horfið. Ef við fáum gott sumar held ég að orkan fari aftur upp. Í mínum huga eiga menn eftir að vera með mismunandi afgreiðslutíma, eftir því hvernig kúnnahópurinn er samansettur. Fjölbreytni er af hinu góða.“

Auglýsing

Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi Priksins, er sammála Kormáki. „Heilt yfir sjáum við að þessi Covid-stíll af skemmtanalífi, þar sem fólk mætti snemma í miðborgina, hann hefur alveg haldist,“ sagði hann.

Geof­frey seg­ir ekki eins marga mæta á sama tíma og gekk og gerðist. „Þetta er dreifðara en það var áður. Það er ein­hver breyt­ing sem hef­ur átt sér stað og hún er af hinu góða.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram