Kaldrifjaður dýraníðingur eitrar fyrir köttum á Austurlandi: „Þetta er dýraníð af verstu gráðu“

Kattaeigendur á Austurlandi ætla að taka sig saman og leita að eitruðu fóðri á svæðinu í kringum Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum. Grunur leikur á að kaldrifjaður dýraníðingur gangi laus og eitri fyrir köttum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í frétt RÚV kemur fram að kötturinn Megas hafi verið aflífaður vegna mikilla kvala en við krufningu kom í ljós að frostlögur hafði verið notaður til að eitra fyrir honum.

Elfa Sigurðardóttir, eigandi kattarins, segir í samtali við RÚV að reiði eða hatur í garð katta geti verið til marks um að taka þurfi betur á kattahaldi. „Ég skil fólk sem vill ekki hafa breimandi ketti í garðinum eða ketti sem skíta út um allt,“ segir hún á vef RÚV.

En þetta er ekki lausnin. Þetta er dýraníð af verstu gráðu að eitra fyrir dýrum sem hafa ekkert gert af sér. Það er frekar að beina þessu til yfirvalda sem eru kannski ekki að sinna því að kettir séu geldir eða eigendur sektaðir eða eitthvað.

Díana Divilekova, dýralæknir á Egilsstöðum, segist í samtali við RÚV hafa fengið til sín 13 kettir og einn hund af Austurlandi þar sem grunur leikur á um eitrun.

Þá kemur fram að kettir hafi drepist á Egilsstöðum, í Fellabæ, Neskaupstað, á Reyðarfirði og að hún hafi haft afspurn af dauðsföllum á Eskifirði.

Auglýsing

læk

Instagram