Kaleo hættir við tónleika vegna fellibylsins Flórens

Hljómsveitin Kaleo hefur hætt við þrenna tónleika í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vegna ástandsins eftir fellibylinn Flórens. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Kaleo.

Í færslunni á Twitter kemur fram að hljómsveitin þurfi nauðsynlega að hætta við tónleikana. Tónleikarnir áttu að fara fram í Raleigh í kvöld, Wilmington þann á fimmtudaginn og í Charlotte á föstudaginn.

Sjá einnig: Þúsundir aðdáenda slefa yfir Jökli í Kaleo á Instagram: „Eiginmaður framtíðarinnar“

„Endurgreiðslur eru í boði. Sendum ást og ljós til allra sem fellibylurinn hafði áhrif á,“ segir á Twitter.

Auglýsing

læk

Instagram